Ólafur Arnalds
Árbakkinn
Áin í hrauninu
Í bláum draumi
Hún unir ein
Með ærslum leikur
Á strengi og flúðir
Og glettin skvettir
Á gráan stein
Í hyl og lygnu
Er hægt á ferð
Með hæverskum þokka
Áin niðar
Sí-endurfædd
Og undraverð
Hún fremur þá list
Sem fegurst er
Úr fornum eldi
Er hljómbotn gerður
Ég heyri óminn
Í hjarta mér
Ég heyri óminn
Í hjarta mér